Kynningar

Auðvelda skráningu dýra

Hugbúnaðarfyrirtækið Anitar þróar sérhæfðar lausnir fyrir landbúnaðinn. Örmerkjalesarinn Anitar Bullet fer í framleiðslu í sumar og hyggst fyrirtækið sækja á erlenda markaði í kjölfarið.

Karl Már Lárusson, stofnandi Anitar. MYND/ÞÓRSTEINN

Margt spennandi er á döfinni hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Anitar en fyrir síðustu helgi gaf það út smáforritið LH Kappa í samstarfi við Landssamband hestamanna. „Þetta er viðburðaapp fyrir öll aðildarfélög Landssambandsins og geta notendur þess fylgst með öllum mótum í rauntíma, bæði séð ráslista og niðurstöður. Við settum þetta í gang fyrir Landsmótið sem stendur yfir og fór notkun þess langt fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Karl Már Lárusson, stofnandi Anitar. „Þetta er því stórgóð prófraun á appið sem byggt er á kerfinu Sportfeng og er í eigu Landssambandsins.“

Anitar er hugbúnaðar- og tæknifyrirtæki sem þróar sérhæfðar lausnir fyrir landbúnaðinn og hefur undanfarin ár sett fókusinn á íslenska hestinn. Stefnt er aftur á móti að því að færa út kvíarnar og hanna einnig ítarlegri bústjórnunarkerfi. „Síðustu þrjú ár hafa farið í að þróa örmerkjalesarann Anitar Bullet sem er að fara í framleiðslu í sumar. Við fórum í forsölu með Anitar Bullet haustið 2017 og söfnuðum einhverjum 40 þúsund dollurum. Hann verður svo afhentur kaupendum í haust.“ Anitar Bullet er tengdur beint við síma og snjallsímaapp og veitir upplýsingar um dýrið á einfaldan og fljótvirkan hátt.

Samhliða framleiðslu á Anitar Bullet hyggst fyrirtækið setja í gang nýja þjónustu sem nefnist Regis Horse og standa prófanir á kerfinu yfir um þessar mundir. Regis Horse má nota samhliða Anitar Bullet og einfaldar það nýskráningu og örmerkingu á hrossum.

Í lok árs 2015 hlaut Anitar verkefnastyrk frá Tækniþróunarsjóði RANNÍS og tryggði hann þróun og starfsemi fyrirtækisins. Karl Már segir að styrkurinn hafi verið ómetanlegur fyrir Anitar enda hafi hann meðal annars nýst til að kynna vörur fyrirtækisins á erlendri grundu.

Anitar Bullet hefur fengið mjög góðar viðtökur þar sem varan hefur verið kynnt og segir Karl Már að lesarinn muni einfalda vinnu dýralækna, hrossaeigenda og í raun allra sem vinna með dýr. Þá hefur mikill áhugi verið erlendis og næsta skref hjá Anitar er að finna fjárfesta til að vinna með að útrás fyrirtækisins. Karl Már segir að áhugasamir fjárfestar geti sett sig í samband við fyrirtækið til þess að fá frekari upplýsingar um fyrirtækið og framtíðaráætlanir þess.

Nánari upplýsingar má finna á www.anitar.is

Þessi grein birtist fyrst í sérblaðinu Nýsköpun á Íslandi sem fylgdi Fréttablaðinu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Kynningar

Fann fljótt að þetta gerði mér gott

Kynningar

Ragnheiður Gröndal elskar Love-drykkina

Kynningar

Tilbúin fyrir Bandaríkjamarkað

Auglýsing

Nýjast

Þegar tungu­málið hljóp með Ís­lendinga í gönur

Chanel tilkynnir eftirmann Lagerfeld

Hóta að dreifa klám­mynd­bandi af Eddu: „Nú bíð ég spennt!!!!“

Ís­lands­svín vekja furðu og hroll með aug­lýsingu

Lagst­ur und­ir hníf­inn: „Aksturs­hæfn­in dvín“

Eld­húsið færir hana nær heima­slóðunum

Auglýsing