Lífið

„Áður en ég vissi af var ég kominn í fulla vinnu“

​Halldór Ragnarsson, myndlistarmaður fór í tveggja mánaða siglingu um Karíbahafið í vetur. Hann ætlaði að vera í fríi, en byrjaði að taka myndir af húsum og fólki og var skyndilega komin í fulla vinnu við það. Hann ​langar að gefa út bók sem sé einhvers konar upplifun á ferðalagi myndlistarmanns um Karíbahafið.

Halldór er nýkominn heim eftir þriggja mánaða ferðalag um Karíbahafið og Bandaríkin Fréttablaðið/Eyþór

Halldór Ragnarsson, myndlistarmaður fór í tveggja mánaða siglingu um Karíbahafið í vetur. Hann ferðaðist með tveimur vinum sínum og fóru þeir til sjö eyja sem tilheyra St. Vincent og Grenada, sem er rétt við strendur Venesúela. Hann ætlaði upprunalega að vera í fríi, en byrjaði fljótt að taka myndir af húsum og fólki sem urðu á vegi hans og  langar að gefa út bók með myndum og sögum úr ferðalagi sínu. 

„Þetta var það besta sem ég hef gert. Ég hef aldrei eytt peningum í skemmtilegri hluti. Þetta var algerlega æðislegt og einmitt það sem mig vantaði í mitt líf.“

Halldór segir hann hafi upprunalega ætlað að vera í fríi, en byrjaði að taka myndir af húsum og fólki og var skyndilega kominn í fulla vinnu við það.

„Ég fór í  þessa ferð og ætlaði í frí og í leit að einhverju lífi, í einhverjum mjög víðum skilningi. Síðan byrjaði ég að mynda hús, án þess að ég vissi af hverju ég væri að gera það. Svo byrjaði ég hægt og rólega að mynda fólk. Ég byrjaði síðar að nálgast það meira og tala við það og kynnast því. Áður en ég vissi af var ég kominn í fulla vinnu,“ segir Halldór.

Hann segir að hann hafi tekið hátt í 200 myndir af húsum og rúmlega 100 portrett myndir af fólki. „Það er svo mikið af efni sem ég á. Þannig ég ákvað að næsta skref væri að reyna að finna einhverja bilaða manneskju, sem er til í að fjármagna þetta, eða eitthvað áhugavert forlag,“ segir Halldór svo hlæjandi.

Hann segir að hann langi að einnig að finna hönnuð til að vinna verkefnið með sér. „Mig langar svo að sleppa aðeins egóinu mínu, og vinna með einhverjum hönnuði að þessu, bara helmingaskipti, að framkvæma þetta verkefni og gera að veruleika.“

Sýnishorn af þeim húsum sem Halldór tók myndir af á ferðalagi sínu Halldór Ragnarsson

Vill að bókin sé upplifun á ferðalagi myndlistarmanns

„Ég er myndlistarmaður frá upphafi til enda, þannig mig langar að gera þetta að einhverju ferðalagi myndlistarmanns. Ég skrifaði dagbók allan tímann, og mig langar að nýta það við gerð bókarinnar. Ég talaði við svo mikið af fólki og kynntist því. Ég fór mikið „off road“ og fór inn í lítil þorp þar sem ég hitti fólk sem hafði varla séð hvítan mann. Það var upplifun. Ég fór mikið utan míns þægindahrings og náði þannig að safna mjög áhugaverðu efni um mjög áhugavert fólk.“

Hér að neðan og ofan má sjá sýnishorn af myndum Halldórs, af bæði húsum og fólki. Hér, á heimasíðu hans, er síðan hægt að skoða myndlist hans og myndir frá fyrri sýningum. 

Sýnishorn af portrett myndum Halldórs, sem hann tók í Karíbahafinu Halldór Ragnarsson
Halldór Ragnarsson
Halldór Ragnarsson
Halldór Ragnarsson
Halldór Ragnarsson

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Jón Viðar dásamar Ófærð: „Hvað vill fólk meira?“

Heimilið

Fá hjón verja jafn miklum tíma saman

Tíska

Hildur Yeoman í Hong Kong

Auglýsing

Nýjast

„Ég er mikið kvikindi“

Fékk stað­gengil í nýjustu seríu Game of Thrones

Grænkerar í sjálfkeyrandi bílum

„Hæfileg óreiða finnst mér heilbrigð“

Komnar með bakteríuna

Hef sofnað á ýmsum skrýtnum stöðum

Auglýsing