Lífið

Auglýsa ódýran bragga án stráa

Kristjánsbakarí gerir á Facebook stólpagrín að braggamálinu svokallaða.

Braggi eða braggi?

Sérinnflutt strá fylgja ekki með en í staðinn er Bragginn súkkulaðihjúpaður,“ segir í auglýsingu sem Kristjánsbakarí birti á Facebook í gær. Óhætt er að segja að auglýsingin hafi vakið nokkra kátínu.

Fátt hefur verið meira áberandi í fréttum undanfarnar vikur en óráðsía við endurbyggingu bragga í Nauthólsvík. Steininn tók sennilega úr þegar í ljós kom að strá sem vaxa víða vilt á Íslandi voru keypt og sérinnflutt frá Danmörku.

Kristjánsbakarí hefur um árabil framleitt gómsæta súkkulaðiköku sem heitir Braggi. „Eftirspurn eftir Bragga hefur aldrei verið meiri. Þá aðallega vegna þess hve ódýr hann er miðað við aðra bragga,“ segir meðal annars í auglýsingunni.  Fram kemur að engin strá fylgi með að bragginn sé bæði súkkulaðihjúpaður og fylltur með smjörkremi.

Forvitinn Facebook-vinur Kristjánsbakarí spyr við færsluna hvort bragginn sé nokkuð gamall og uppgerður. „Við ákváðum að gera hann ekkert upp. Af sögunni að dæma að þá hefur ekki borgað sig að gera upp bragga,“ svarar Kristjánsbakarí.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Matur

Partýbollur sem bregðast ekki

Fólk

Orkudrykkir eru ekki fyrir börn

Auglýsing

Nýjast

Arnold bauð Fjallinu í kvöldmat og kósí

Leikvöllur fyrir alla fjölskylduna

Heillandi vetrarparadís í norðri

Gilli­an Ander­son í hlut­verk Thatcher í The Crown

Aldur lands­liðs­leik­manna ræddur á Twitter

Landinn bregst við leiknum: „Er Björg­vin Páll vél­menni“

Auglýsing