Fram­undan eru miklir net­út­sölu­dagar. Margrét Erla Maack býður einni af sínum upp­á­halds­gellum og séðustu tísku­spekúlöntum í þáttinn, uppi­standaranum, verk­efna­stjóranum og hand­rits­höfundinum Heklu Elísa­betu Aðal­steins­dóttur í spjall, til að fara yfir hvernig er best að láta ekki hafa sig að neyslu­fífli á þessum dögum.

„Ég er með reglu - engin im­púls-kaup á þessum dögum. Ég má bara kaupa eitt­hvað sem er á ein­hverjum lista ein­hvers staðar. Það er svo auð­velt að sann­færa sig um að mann vanti eitt­hvað ef það er að­eins ó­dýrara,“ segir Hekla.

Hún segir að þegar hún var ung og ný­komin á vinnu­markaðinn hafi hún fríkað út yfir eigin kaup­mætti, en allt í einu fékk hún ógeð á draslinu og neyslunni og fær skuld­bindinga­fóbíu þegar hún er að kaupa nýtt.

Hekla og Margrét fara yfir hin ýmsu trix í Kvenna­klefanum í kvöld, kl. 20:00 á Hring­braut.