„Það er heiður að gera lag með þjóðar­skáldi,“ segir Auðunn Lúthers­son um nýtt lag hans og tónlistarmannsins Bubba Morthens í sam­tali við Frétta­blaðið.

Nýtt lag Bubba og Auðuns kom út á mið­nætti og ber nafnið Tárin falla hægt. Lagið er samið af þeim báðum en upp­töku­stjórn og helsti hljóð­færa­leikur var í höndum Auðuns.

„Þegar Bubbi bað mig um að vinna með sér gat ég ekki annað en sagt já. Ég mæmaði með Bubba og spilaði á luft­gítar, hoppaði í rúminu og þóttist vera á sviði einn inni í her­bergi sem krakki. Fjöllin hafa vakað er fyrsta lagið sem ég lærði á gítar. Núna er ég að gefa út lag með honum,“ segir Auður.

„Frá því ég heyrði í Auð í fyrsta skipti vissi ég að þarna væri kominn lista­maður sem hefði vægi. Og ég hugsaði: Ég verð að vinna með honum einn daginn,“ segir Bubbi um Auðunn.

Þá segir að lagið sem er þeirra fyrsta sam­starfs­verk­efni ein­kennist af stórum gítörum, stríðstrommum og angur­værum hljóð­heim.