Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens greindi frá því nú í kvöld að Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, myndi ekki koma fram á tónleikum hans þann 16. júní næstkomandi líkt og til stóð.

Fyrr í kvöld sendi Auðunn frá sér yfirlýsingu þar sem hann baðst af­sökunar á því að hafa gengið yfir mörk konu árið 2019 og kvaðst hann hafa reynt að axla á­byrgð. Tón­listar­maðurinn tók einnig fram að orð­rómar sem hafa verið á kreiki um hann séu ó­sannir.

Bubbi tjáði sig um málið fyrr í kvöld og sagðist vera sammála ummælum Sólbjartar Guðbjartsdóttur um að útskúfun og skrímslavæðing leysti engan vanda.