Tón­listar­mennirnir Jón Jóns­son og Auðunn Lúthers­son, betur þekktur sem Auður, hafa gefið út nýtt lag. Það heitir „Ég var ekki þar.“ Hlusta má á lagið hér neðst í fréttinni.

„Nýja haust­neglan eftir okkur Auð er lent,“ skrifar Jón Jóns­son á Insta­gram síðuna sína um málið. Er um að ræða annað nýja lagið frá Auði á stuttum tíma en hann gaf út nýtt lag með Bubba Morthens á dögunum.

„Risa þakk­læti á Auður fyrir æfi­leikana og drif­kraftinn. Lagið var samið eigin­lega ó­vart fyrir 12 dögum og okkur fannst það passa svo vel í haustið að allt var keyrt á­fram á ljós­hraða til að koma því út,“ segir Jón Jóns­son.