Tónlistarmaðurinn Auður, eða Auðunn Lúthersson, kom fram í veislu í Gautaborg í Svíþjóð um helgina og skemmti gestum. Frá þessu greinir hann á samfélagsmiðlum og birtir mynd með textanum, tusen takk Sverige, eða þúsund þakkir Svíþjóð.

Auður dró sig úr sviðljósinu í fyrra og hefur ekki komið fram opinberlega síðan.

Í apríl síðastliðnum viðurkenndi í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að hann hafi brotið á konum, farið yfir mörk þeirra og verið ógnandi. Hann vísaði þó orðrómnum um þöggunarsamninga og brot gegn stúlku undir lögaldri alfarið á bug.