Auðunn Blöndal, eða Auddi Blö eins og hann er best þekktur á von á sínu öðru barni með kærustu sinni, Rakel Þormarsdóttur.

Þau eignuðust sitt fyrsta barn saman, Theódór Sverri Blöndal í nóvember 2019. „Veit ekki hvort ég sé elsti pabbi landsins, en get staðfest að ég er 1 sá hamingjusamasti í dag!,“ sagði Auðunn þegar frumburðurinn kom í heiminn.

Auðunn greindi frá gleðitíðundunum á Facebook í dag en nýji fjölskyldumeðlimurinn er væntanlegur í maí 2021.

Hvað er að gerast hérna 🙈 Verðum fjögur í maí 🥰🍼👨‍👩‍👧‍👦

Posted by Auðunn Blöndal on Friday, 23 October 2020

Auðunn og Rakel.