Útsendarar Fréttablaðsins í Tel Aviv, þeir Ingólfur Grétarsson og Benedikt Bóas Hinriksson, tóku púlsinn á Hollendingum eftir að ljóst varð að þeir unnu keppnina.

Duncan Laurence bar sigur úr býtum í keppninni með lagið Arcade eftir æsispennandi stigagjöf og baráttu við lönd á borð við Svíþjóð, Norður-Makedóníu og Ítalíu. Laurence hlaut að lokum 492 stig og stóð uppi sem sigurvegari, eitthvað sem margir höfðu spáð en hann þótti sá sigurstranglegasti fyrir úrslitakvöldið.

Fagnaðarlæti Hollendinga voru gífurleg á svokölluðu „fan zone“ keppninnar í Tel Aviv. Hollendingar virtust talsvert ánægðari heldur en Ingó en framlag Íslands, Hatrið mun sigra, hafnaði í 10. sæti.

Hér fyrir neðan má sjá stórskemmtilegt innslag frá þeim Ingó og Benna beint frá Tel Aviv.