Tónlistarmanninum Auði, eða Auðunni Lútherssyni eins og hann heitir réttu nafni, er margt til lista lagt. Hann birti mynd á Instagram á dögunum af leirtaui sem hann hefði verið að búa til.
Það má því segja hann hefur ekki setið auðum höndum, þó svo að tónleikahald hafi verið að undanhaldi síðustu misserin.

Skjáskot af Instagram-story hjá Auði í vikunni.
Mynd/Samsett
Auður dró sig úr sviðljósinu í fyrra og hafði ekki komið fram opinberlega síðan, fyrr en í veislu í Svíþjóð á dögunum.
Í apríl síðastliðnum viðurkenndi í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að hann hafi brotið á konum sem og farið yfir mörk þeirra og verið ógnandi. Hann vísaði þó orðrómnum um þöggunarsamninga og brot gegn stúlku undir lögaldri alfarið á bug.