Sjón­varps­maðurinn Auðunn Blön­dal lagði út tíu milljónir króna í peningum vegna rað­hús­kaupa í Foss­voginum ný­verið en hann greiddi 93 milljónir fyrir húsið og nýtir tekjur af sölu á fyrri eign við kaupin.

Þetta má sjá í kaup­samningi en um er að ræða 228 fer­metra hús sem byggt var árið 1971. Auðunn er einn skráður eig­andi. Hann fær bíl­skúr. Þá á eftir að gera við þak og þakkant á bíl­skúrnum og mun seljandi greiða fyrir það. Þá sam­þykkir Auðunn við­gerðir norðan­megin hússins.

Líkt og Frétta­blaðið greindi frá í septem­ber síðast­liðnum setti kappinn íbúð sína í sama hverfi á sölu í septem­ber. Þar vakti sann­kallaður múmí­nálfa-arinn í stofunni heil­mikla at­hygli.

Ljóst er að lífið leikur við Auðun og Rakel Þor­mars­dóttur, unnustu hans. Þau eiga nú von á sínu öðru barni.
Fyrir eiga hjúin soninn Theó­dór sem ný­lega varð árs­gamall.