Búið er að velja fjögur börn sem fara með hlutverk Emils og Ídu í sýningunni Emil í Kattholti sem frumsýnd verður í nóvember í Borgarleikhúsinu.

Með hlutverk Emils fara þeir Gunnar Erik Snorrason og Hlynur Atli Harðarson sem báðir eru tíu ára. Ída verður leikin af Sóley Rún Arnarsdóttur, níu ára og Þórunni Obbu Gunnarsdóttur, átta ára.

Æfingar á Emil í Kattholti hefjast í september og frumsýning verður í lok nóvember. Leikstjóri er Þórunn Arna Kristjánsdóttir og tónlistarstjóri er Agnar Már Magnússon.