Lífið

Atten­bor­ough og Net­flix taka höndum saman

​Áskrifendur að streymiþjónustunni Netflix geta tekið gleði sína því David Attenborough er á leiðinni í enn eitt ferðalagið þar sem hann mun fjalla um söguna og náttúruna í átta þátta seríunni Our Planet.

Ljóst er að beðið verður með eftirvæntingu eftir þáttum Attenboroughs á Netflix. Stefnt er að útgáfu þeirra í apríl.

Áskrifendur að streymiþjónustunni Netflix geta tekið gleði sína því David Attenborough er á leiðinni í enn eitt ferðalagið þar sem hann mun fjalla um söguna og náttúruna í átta þátta seríunni Our Planet.

Þáttaröðin verður gefin út í apríl að því er The Guardian greinir frá. „Í dag erum við stærsta ógn náttúrunnar, heimilis okkar, en við þurfum að bregðast við þessum áskorunum núna – við höfum enn tíma,“ var haft eftir Attenborough þegar greint var frá þáttunum í dag.

Attenborough er í margra augum goðsögn í lifanda lífi en hann hefur glatt margan áhorfandann í gegnum tíðina, til að mynda með þáttaröðum á borð við Blue Planet og Planet Earth.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Jón Viðar dásamar Ófærð: „Hvað vill fólk meira?“

Heimilið

Fá hjón verja jafn miklum tíma saman

Tíska

Hildur Yeoman í Hong Kong

Auglýsing

Nýjast

„Ég er mikið kvikindi“

Fékk stað­gengil í nýjustu seríu Game of Thrones

Grænkerar í sjálfkeyrandi bílum

„Hæfileg óreiða finnst mér heilbrigð“

Komnar með bakteríuna

Hef sofnað á ýmsum skrýtnum stöðum

Auglýsing