Meira en átta­tíu þúsund Kana­da­búar hafa ritað nafn sitt við undir­skriftar­lista þar sem þess er farið á leit við kanadísk stjórn­völd að hafna her­toga­hjónunum Harry og Meg­han um að greiða fyrir öryggi þeirra. Þess er krafist að her­toga­hjónin borgi alla sína öryggis­gæslu sjálf, að því er breska götu­blaðið Sun greinir frá.

Líkt og Frétta­blaðið hefur greint frá eiga sér nú stað samninga­við­ræður á milli for­svars­manna her­toga­hjónanna og kanadískra yfir­valda um fram­tíðar­til­högun á öryggis­gæslu hjónanna. Nú þegar þurfa sex lög­reglu­menn að vakta hjónin og son þeirra öllum stundum.

Í frétt The Sun er tekið fram að sam­tök kanadískra skatt­greið­enda hafi hins vegar miklar á­hyggjur af komu hjónanna. Þannig hefur það verið opin­berað að öryggis­gæsla í kringum hjónin muni kosta að minnsta kosti sex milljón punda á ári, eða því sem nemur rúm­lega 980 milljónum ís­lenskra króna.

Þá mun kosta að minnsta kosti 300 þúsund pund að flytja allt þeirra hafur­task til Kanada frá Bret­landi, eða léttar 49 milljónir ís­lenskra króna. Sam­tökin hafa af þessar miklar á­hyggjur og þing­maður Vancou­ver ríkis í Kanada, Laurel Collins tekur undir.

„Ég vona að þau ætli sér að greiða sjálf fyrir öryggis­gæsluna. Þegar það kemur að pening ríkisins okkar og pening skatt­greið­enda er mikil­vægt að við setjum þetta í sam­hengi og hugsum um okkar for­gangs­mál,“ segir hún.

„Að við setjum það í for­gang að gera lífið þægi­legra fyrir fólk og að við eyðum skatt­peningnum okkar í hluti sem raun­veru­lega skipta máli fyrir Kana­da­búa. Áður hafa kannanir leitt í ljós að 73 prósent Kana­da­búa vilji ekki greiða krónu til handa her­toga­hjónunum.