Um áttatíu fermetra íbúð á annarri hæð við Naustavör í Vesturbæ Kópavogs er til sölu fyrir 71 milljónir króna.

Íbúðin er afar rúmgóð með einu svefnherbergi auk fataherbergis, stofan og eldhús opnu rými og út gengi á stórar svalir sem snúa í vestur, auk tíu fermetra geymslu sem er utan fyrrnefnds fetmetrafjölda.

Auga fyrir fallegri hönnun

Núverandi eigendur eru bersýnilega miklir fagurkerar, en fallegar hönnunarvörur eru víða og dreyf um íbúðina.

Þar má nokkrar danskar vörur frá þekktum hönnuðum. Sem dæmi má sjá Kubus kertastjaka frá By Lassen, Flower pot ljósin yfir eyjunni og á vegghillunni í eldhúsinu, Royal Copenhagen bollar og barstólana, About a Stool, frá Hay.

Yfir sófanum í stofunni er skemmtilegt veggspjald með samansafn af dönskum hönnunarstólum allt frá gullaldarárunum, eftir hönnuði á borð við Arne Jacobsen, Börge Mogensen og Finn Juhl.

Fiskibeina parketið á gólfinu hefur verið afar vinsælt á dönskum heimilum í gegnum tíðina.

Fannstu fánann?

Ef glöggt er á litið má einnig finna danska fánann á heimilinu.

Enn fremur má sjá fallega hönnun frá Ítalíu, Svíþjóð og Íslandi. Svarta veggljósið yfir sófanum er Flos, eftir Ítalann Paolo Rizzatto, String hillur eftir í eldhúsinu eftir sænksa hönnuðinn Nisse String og myndir á tveimur stöðun eftir íslenska listamanninn Sigurð Sævar Magnússon.

Mynd/Domus Nova
Mynd/Domus Nova
Mynd/Domus Nova
Mynd/Domus Nova
Mynd/Domus Nova
Mynd/Domus Nova
Mynd/Domus Nova
https://fasteignaleitin.frettabladid.is/property/8dec64b1-8739-49eb-aaae-4d5d1686cc59
Mynd/Domus Nova
Mynd/Domus Nova
Mynd/Domus Nova