Kvik­myndin BIRTA fékk verð­laun á KIKI­Fe einni stærstu stærstu barna­kvik­mynda­há­tíð í suður Þýska­landi.

Margrét Júlía Reynis­dóttir var valin af dóm­nefnd sem besta unga leik­konan en hún fer með hlut­verk Kötu litlu systur Birtu í myndinni og þykir fara á kostum en hún er að­eins 8 ára.

Myndin kemur í kvik­mynda­hús í byrjun nóvember. Hún hefur þegar vakið heil­mikla at­hygli.

Þetta eru önnur verð­launin á rúmri viku sem kvik­myndin Birta hlýtur en aðal­leik­kona myndarinnar Kristín Erla Péturs­dóttir, 12 ára sem leikur sjálfa Birtu var valin besta leik­konan á Schlingel barna­mynda­há­tíðinni þann 16. nóvember sl.

Há­tíðin hefur í sinni 30 ára sögu skipað sér stóran sess í þýska kvik­mynda­iðnaðinum. Á há­tíðinni eru sýndar há­gæða kvik­myndir hvaða­næva að úr heiminum og sex þeirra komast í for­val um verð­launa­sæti.