Það er ó­hætt að segja að spilarar fjöl­spilunar­tölvu­leiksins vin­sæla Fortni­te geti farið að hlakka til en at­riði úr nýjustu Star Wars myndinni, Rise of Skywal­ker, verður frum­sýnt í tölvu­leiknum næst­komandi laugar­dag.

Í um­fjöllun tölvu­leikja­miðilsins PC Gamer kemur fram að þá muni sjálfur leik­stjórinn J.J. Abrams á­varpa spilara áður en at­riðið er sýnt. Er tekið fram að at­riðið verði sýnt í kvik­mynda­húsi leiksins kl. 18:00 að ís­lenskum tíma.

Fortni­te er einn vin­sælasti tölvu­leikur í heimi og er nú þegar hægt að nálgast alls­kyns Star Wars varning í leiknum. Ó­trú­legur fjöldi fólks fylgdist með því þegar leikurinn breyttist í svart­hol nú á dögunum og þegar nýtt borð var allt í einu í boði. Síðasta Star Wars kvikmyndin um Skywalker söguna kemur í kvikmyndahús í næstu viku.