Fyrrum lands­liðs­maðurinn Rúrik Gísla­son hefur vakið mikla at­hygli í Þýska­landi þar sem hann tekur nú þátt í þýskri út­gáfu þáttanna Allir geta dansað. Hann átti þá „stór­kost­lega frammi­stöðu“ í þættinum í gær sem er sá þriðji í seríunni.

Í þáttunum dansar Rúrik á­samt dansaranum Renata Lusin. Dómarar keppninnar eru ein­stak­lega hrifnir af parinu. „Ég beið í allt kvöld eftir at­riðinu og það var sannar­lega biðarinnar virði,“ sagði einn þeirra í gær.

Parið dansaði þar við lagið „Don´t Worry, Be Happy“ og vakti bæði dansinn og laga­valið mikla lukku.

Hér má sjá at­riði þeirra í heild sinni.