Fjöl­miðla­maðurinn Atli Fannar Bjarka­son er nú á fullu við skipu­lagningu á opnun líkams­ræktar­stöðvar í Skógar­hlíð með vinum sínum. Hann greindi frá þessu á Twitter í gær.

Stöðin mun bera heitið Af­rek og er stefnt að opnun hennar í desember næst­komandi. Stöðin er meðal annars komin með síðu á Insta­gram, þar sem má sjá vinina á fullu í fram­kvæmdum.

„Af hverju Afrek? Sko. Afrekin okkar eru misjöfn. Þau eru lítil og stór en fyrst og fremst persónubundin — afrek fyrir einn er ekki það sama og afrek fyrir annan,“ útskýrir Henning Jonasson, einn stofnenda, inni á Facebook hópnum „Afrek verður til,“ sem helgaður er stöðinni.

„Við viljum að nafnið bjóði ykkur velkomin, hvort sem þið eruð búin að sveifla ketilbjöllum í tíu ár eða þurfið að rifja upp tæknina, jafnvel læra hana frá grunni. Fyrsta afrekið er að mæta.“