Ást­rós Rut Sig­urðar­dótt­ir á von á barni með kær­asta sín­um Davíð Erni Hjart­ar­­syni. Ást­rós er með fjölda fylgj­enda á Insta­gram þar sem hún greindi frá komu barns­ins.

„Ástin er alls ráðandi þessa dagana,“ skrifar hún í Insta­gram-færslunni. „Ég hef svo sannar­lega verið bæn­heyrð með að fá stóra fjöl­skyldu, Davíð er að melta þetta. Erum spenntari en allt fyrir 09.04.’22“

Fyrir einu og hálfu ári síðan greindi Ást­rós frá því í sam­tali við Frétta­blaðið að hún hafði fundið ástina að nýju eftir að eigin­maður hennar, Bjarki Már Sig­valda­­son, lést eftir erfiða bar­áttu við krabba­mein. Þau áttu eitt barn fyrir.

Í októ­ber í fyrra til­kynnti Ást­rós að hún ætti von á barni með Davíð og er þetta því þeirra annað barn en fjórða barnið í þessari stækkandi fjöl­skyldu.