Menntamálaráðherra Ástralíu, Jason Clare, segir að það gæti farið svo að listamanninnum og tónlistarmanninum Kanye West yrði bannað að koma inn í landið vegna hatursfullra ummæla Kanye um gyðinga.
Kanye giftist hinni áströlsku Bianca Censori á dögunum en Bianca er skartgripahönnuður sem hefur unnið með Kanye síðan 2020.
Hópar gyðinga í Ástralíu hafa kallað eftir því að honum verði vísað úr landi ef hann kemur til landsins en landamæraverðir í Ástralíu mega meina fólki landgöngu ef þau hafa sýnt fram á hatursfulla hegðun í garð gyðinga.
„Ef maður Googlar hluti sér maður að hann virðist vera hrifinn af einstaklingi sem myrti sex milljónir gyðinga á síðustu öld. Þegar fólk sem deilir þessari skoðun hefur sótt um landamæraleyfi hefur því verið vísað úr landi og ég á von á því að hann þurfi að fara í gegnum sama ferli.“
Kanye var bannaður á samskiptamiðlunum Twitter og Instagram á dögunum eftir að hafa deilt níðfærslum um gyðinga.
Þá hefur listamaðurinn lýst yfir aðdáun á Adolfi Hitler, foringja nasistaflokks Þýskalands sem er talið að beri ábyrgð á dauða sex milljóna gyðinga í seinni heimstyrjöldinni á .