Lífið

Að­stoðaði Lady Gaga fyrir A Star Is Born

​Leikkonan Barbra Streisand aðstoðaði leik- og söngkonuna Lady Gaga við að undirbúa sig fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni A Star Is Born sem er í kvikmyndahúsum um þessar mundir.

Barbra Streisand hefur marga fjöruna sopið þegar það kemur að leiklist. Fréttablaðið/Getty

Leikkonan Barbra Streisand aðstoðaði leik- og söngkonuna Lady Gaga við að undirbúa sig fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni A Star Is Born sem er í kvikmyndahúsum um þessar mundir. Gaga kom til hennar áður en framleiðsla myndarinnar hófst og bað hana um að gefa sér ráðleggingar. Sjá má stiklu fyrir myndina hér að neðan. 

Barbra fór sjálf með hlutverk í samnefndri mynd árið 1977 þar sem hún lék á móti Kris Kristofferson og Gary Busey en leikkonan hlaut Óskarsverðlaun fyrir besta lagið það árið.

Ráð Börbru til Gaga snerust aðallega að tónlistaratriðum myndarinnar. „Ég sagði henni að gera þetta allt saman í beinni og hún vildi gera það, sem er gott því það er besta leiðin. Lögin þeirra eru öðruvísi en þetta er góð mynd.“

Í myndinni eru Lady Gaga og Bradley Cooper í aðalhlutverkum og liggur leið persóna þeirra óvænt saman en tónlist gegnir lykilhlutverki í umræddri mynd. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Friðrik Ómar fyrstur og Hatari síðastur

Menning

Eins og að klífa hæstu tinda heims

Lífið

Margt er gott að glíma við

Auglýsing

Nýjast

Konudagurinn, dagurinn hennar!

Leið eins og elti­hrelli

Freistandi konudagsréttir

Upplifa enn mikla skömm

Kvika er hryllingssaga um ástina

Leyfir gestum að húðflúra sig á sýningu

Auglýsing