Lífið

Ástir með Ástu - Vil ekki vera viðhald

Maðurinn sem að hún elskar er giftur og ætlar ekki að skilja.

Hún er orðin þreytt á því að vera viðhald. Fréttablaðið/Getty

Heil og sæl, já ég er viðhald og ekki stolt af þeim titli en það er staðreynd. Ég kynntist manni fyrir nokkrum mánuðum síðan og hann er virkilega verulega frábær, en hann er í sambúð og búin að vera í tuttugu ár og hann þorir ekki að skilja við konuna sína vegna barnanna, æi ég eiginlega bara nenni þessu ekki en er samt hrifin en þetta vekur með mér efasemdir um sjálfa mig. Ég sit uppi með spurningar um eigið ágæti og virði. Er ég ekki nógu góð? Eða bara svona auðveld að það er ekkert mál að fá mig upp í rúm?

 Og svo treysti ég honum ekki, ef að karlmaður er til í að vera með konu sem er ekki hans eigin er hann þá ekki bara til í að vera með hverri sem er? Ég er ekki alltaf viss um að ég sé eina viðhaldið þó að hann segi mig vera það. Ég er eiginlega að spá í að hætta þessu, hann fer örugglega aldrei frá henni og ég vil ekki vera hjónadjöfull, en hann er samt svona maður sem að ég hef alltaf óskað mér. Tillitssamur, frábær elskhugi opin og til í að prófa ýmislegt og svo er hann svo fjári skemmtilegur og klár, „garg“ ég veit bara ekki í hvorn fótinn ég á að stíga.“

Haltu mér slepptu mér - slík sambönd geta endað illa. Fréttablaðið/Getty

Sæl mín kæra. Nú átta ég mig ekki á því hvort að hann hafi lofað einhverju eða ekki og ég veit ekki hvaða aðstæður eru í hjónbandinu. Sum hjónabönd eru opin að því leitinu til að hjón hafa leyfi til að vera með öðrum svo lengi sem að það myndist ekki tilfinningatengsl, en við það er alltaf erfitt að eiga. Mér heyrist á öllu að þú sért að verða ástfangin hvort sem að það sé af honum eða hugmyndinni af því að vera ástfangin get ég ekki sagt til um, en í mínum huga er þetta mjög einfalt. 

Komdu þér út úr þessu strax – alveg sama hversu frábær hann er þá munt þú enda með hjartasár því að mér finnst ólíklegt að hann fari frá konunni sinni úr þessu og eins og þú segir sjálf þá vill hann ekki fara barnanna vegna, sem að er skiljanlegt og kannski er hann bara að leika sér. Stattu með sjálfri þér og segðu bless – það eru pottþétt til yndislegir menn sem eru ekki giftir. 

Ástir með Ástu - Ásta svarar spurningum um ástarlífið -asta@frettabladid.is- fullum trúnaði heitið.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Sam­þykktu geim­þátt Carell og höfunds The Office um leið

Lífið

Tókust á við óttann við drukknun

Lífið

Fékk prest til að blessa hundinn sinn

Auglýsing

Nýjast

Það sem er um­deilt í kringum Green Book

Sarah Michelle Gellar elskar Buf­fy hlað­varp Hug­leiks

Vegan karríréttur Margrétar Weisshappel

Dóttirin sló í gegn í stúdíóinu

Doktor.is: Svefntruflanir og afleiðingar

Byrjaði að rappa í Kópavogi

Auglýsing