Lífið

Ástir með Ástu - langar að eiga stund með ástinni

Valentínusardagurinn er á morgun. Ástfangin kona vill vera heima með ástinni sinni á degi elskenda.

Það er notalegt að eiga rómantíska stund heima hjá sér á Valentínusardaginn Fréttablaðið/Getty

Ung kona sem vinnur mikið sér Valentínusardaginn sem gott tækifæri til að eiga rómantíska stund með manninum í lífi sínu. Hún spyr einfaldlega;  " Sæl Ásta hvað á ég að gera til að gera kvöldið eftirminnilegt, við vinnum bæði mikið og eigum sjaldan stund saman. Mig langar að gera eitthvað alveg sérstakt og vil alls ekki fara út að borða. Mig langar mest að vera ein með honum." 

Heil og sæl og til hamingju með ástina. Mikið er ánægð að heyra að þú viljir vera ein með manninum þínum á þessum degi. Ungt og upptekið fólk má ekki gleyma að næra ástina í lífinu, hún skiptir máli. Ég held að þú eigir ekki í vandræðum með að gera kvöldið eftirminnilegt. Það þarf ekki alltaf að vera silki og kampavín til að gera góða kvöldstund einstaka. Ástin er einstök og hana verður að næra. Fréttablaðið/Getty

Valentínusardagurinn er í febrúar og þá er nú oftast mikið vetrarveður og því tilvalið að kveikja á kertum og slökkva á öllum ljósum og raftækjum. Hvað með að vera með "innilegu" í stofunni? Hvað með að leggja teppi og sængur á gólfið, fá ykkur nesti og jafnvel eina vínflösku ef þið eruð í stuði. Ég mæli ekki með því að þið horfið á mynd - gefið Netflix frí - þið horfið eflaust nóg af því á öðrum dögum. Þessi kvöldstund þarf að vera einstök og án áreitis. 

Nú er sko rétti tíminn til að vera uppfinningasöm í bólinu og jafnvel gera allt sem að þig hefur dreymt um að gera við hann. Það er fátt sem að góð nuddolía getur ekki komið í gang. Njótið þess að vera ein í heiminum og elskast fram á næsta dag. Lífið er núna. Góða skemmtun. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Þing­­flokkur Mið­­flokksins át bragga að Norðan

Lífið

Hug­ar gefa frá sér nýtt lag og tón­list­ar­mynd­band

Lífið

Ástandið mjög slæmt á Íslandi á stuttum tíma

Auglýsing

Nýjast

Haf­þór og Hen­son gengin í það heilaga og halda til Dubai

Selma Blair greind með MS sjúkdóminn

Saga sem er eins og lífið sjálft

Líður best í flíkum með sögu

Ástir og ör­lög taka völdin hjá Barokk­bandinu Brák

Ópera fyrir börn um tíma og plast

Auglýsing