Lífið

Ástir með Ástu – Er að drepast úr greddu

Karlmaður á fertugsaldri hafði samband vegna þess sem að hann kallar „mikið vandamál“ en það snýr að áhuga hans á kynlífi sem virðist að hans sögn vera mikill og er farin að trufla líf hans daglega.

Hann getur ekki hætt að hugsa um kynlíf í vinnunni. Fréttablaðið/Getty

Sæl, ég veit hreinlega ekki hvernig ég á að horfast í augu við sjálfan mig en ég er raunverulega með kynlíf á heilanum, alltaf allan daginn, ég eiginlega hugsa ekki um annað. Ég er varla kominn í vinnuna þegar að ég byrja að hugsa um það hvernig að það er að sofa hjá samstarfskonum mínum, og þær eru margar ég vinn í banka og hlutfall kvenna í minni deild er hátt.

Ekki misskilja mig allar hugsanir eru jákvæðar og ég geri ekkert til að fá útrás í vinnunni ég klára það bara heima í einrúmi – ef þú veist hvað ég á við. Þetta er samt farið að trufla daglegt líf, það kemst eiginleg ekkert annað að, ég er bara fastur og veit ekki hvernig ég á að koma mér út úr þessum vandræðum – kveðja einn graður.“

Þráhyggjan er að valda honum vandræðum.

Jahá, það er nú bara þannig. Sjáðu til að þetta er auðvitað ekkert annað en góð þráhyggja. Þín snýst um kynlíf. Sjáðu til að þú þarft augljóslega að fara í viðtalsmeðferð hjá sálfræðingi. Þú munt ekki fá lausn vandans með því að sænga hjá öllum í fyrirtækinu, vandinn er dýpri en svo. Þráhyggja getur orðið verulega mikið vandamál og yfirtekið allt þitt sálarlíf. 

Það sem að gerist þegar að fólk fær þráhyggju fyrir einhverju þá sækist það eftir því að dvelja í því ástandi og það verður ávanabindandi líkt hvert annað fíkniefni, það er þess vegna sem að ég mæli með því að þú leitir til fagaðila.

En þar til af því verður þá eru til æfingar sem að þú getur beitt til að ná tökum á ástandinu þegar að verður verst. Byrjaðu á því að breyta daglegum venjum þínum, það tekur hugann annað, þú gætir til dæmis lagt á öðrum stað en vanalega. Sest með öðrum en vanalega í hádegismatnum, talað við þá sem að þú þekkir minna í fyrirtækinu og svo margt annað smávægilegt sem getur dreift athyglinni og beint henni frá kynlífsþráhyggjunni. La

Allar breytingar á hegðun taka athygli frá daglegum vandamálum og því er mikilvægt að breyta sem flestu á meðan þú býður eftir því að komast að hjá sálfræðingi.

En ég ítreka að þú þarft sérfræðiaðstoð því að þú að þú ert haldinn þráhyggju, kynlífsþráin snýst ekki um að sofa hjá öllum konunum í fyrirtækinu - það er einungis birtingamynd vandans.

 Kveðja Ásta

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Gula Parísar­tískan er ekki komin til Ís­lands

Lífið

Auður og GDRN meðal þeirra sem hlutu Kraum­sverð­launin

Lífið

Meg­han braut gegn hefðum með svörtu nagla­lakki

Auglýsing

Nýjast

Olli uppþoti með veldissprotanum í breska þinginu

Bílhurð tafði fund May og Merkel

Georg Bjarn­freða­son mættur aftur í aug­lýsingu VR

Í­hugaði að svipta sig lífi þegar nýrna­skiptin gengu ekki

Kona fer í stríð passar vel í banda­rískar að­stæður

Kristín Þóra valin í úr­vals­lið ungra evrópskra leikara

Auglýsing