Lífið á Fréttablaðinu setti saman lista af nokkrum íslenskum pörum þar sem aldursbilið er nokkuð mikið.

Það má með sanni segja að ástin spyrji ekki um aldur og eru pörin hvert öðru glæsilegra.

Tuttugu ára aldursmunur

Fyrst ber að nefna hinn góðkunna tónlistar- og þingmann Jakob Frímann Magnússon og eiginkonu hans Birnu Rún Gísladóttur.

En Jakob er fæddur árið 1953 og Birna Rún 1973. Þau gengu í það heilaga árið 2013 samkvæmt samfélagsmiðlum.

Jakob og Birna gengu í það heilaga fyrir sex árum.
Mynd/Skjáskot

Sautján ára aldursmunur

Sautján ár skilja hjónin Magnús Scheving og Hrefnu Björk Sverrisdóttur að í aldri.

Magnús er fæddur árið 1964 og Hrefna Björk 1981. Parið gifti sig í fyrra og eiga von á sínu fyrsta barni saman í lok árs.

Mynd/Skjáskot

Sautján ára aldursmunur

Athafnamaðurinn Ásgeir Kolbeinsson er fæddur árið 1975 og kærastan hans og fyrrverandi flugfreyjan, Hera Gísladóttir 1992.

Sautján ára aldursmunur er á parinu sem á saman einn strák.

Mynd/Skjáskot

Ellefu ára aldursmunur

Ellefu ára aldursmunur er á stjörnuparinu Guðmundi Birki Pálmasyni, eða Gumma Kíró, og áhrifavaldinum og athafnakonunni Línu Birgittu Sigurðardóttur.

Guðmundur er fæddur árið 1980 og Lína Birgitta 1991.

Mynd/Skjáskot

23 ára aldursmunur

Athafnamaðurinn Skúli Mogensen og Gríma Björg Thorarensen voru bæði kennd við flugfélagið WOW air. Skúli sem eigandir fyrirtækisins og Gríma starfaði sem flugfreyja og var í mörgum af helstu auglýsingum hjá félaginu.

Skúli er fæddur árið 1968 og Gríma Björg 1991.

Mynd/Skjáskot

Nítján ára aldursmunur

Það var sannkölluð Idol-ást þegar tónlistarparið Jón Ólafsson og Hildur Vala Einarsdóttir stungu saman nefjum eftir fyrrnefnda keppni árið 2005.

Jón er fæddur árið 1963 og Hildur Vala 1982. Saman eiga þau fjögur börn og Jón á tvær dætur úr fyrra hjónabandi.

Mynd/Skjáskot

23 ára aldursmunur

Leikstjórinn Baltasar Kormákur og listakonan Sunneva Ása Weisshappel hafa verið saman síðan 2019.

Baltasar er fæddur 1966 og Sunneva 1989.

Mynd/Skjáskot

12 ára aldursmunur

Einar Þorsteinsson, starfandi borgarstjóri og Milla Ósk Magnúsdóttir aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra létu pússa sig saman fyrir tveimur árum og eignuðust sitt fyrsta barn saman 3. apríl síðastliðinn. Fyrir á Einar tvær dætur.

Einar er fæddur árið 1978 og Milla 1990.

Fréttablaðið/Aðsend

Þrettán ára aldursmunur

Rúnar Freyr Gíslason leikari og verkefnastjóri sjónvarps hjá RÚV er fæddur árið 1973 og unnusta hans, Guðrún Stefánsdóttir 1986.

Saman eiga þau tvö börn, fyrir á Rúnar þrjú börn og Guðrún eina dóttur.

Mynd/Skjáskot

Tuttugu ára aldursmunur

Bolli Kristinsson athafnamaður, sem kenndur var við verslunina 17, og eiginkona hans Inga María Valdimarsdóttir leikkona hafa verið saman í meira en áratug.

Parið lét pússa sig saman fyrsta ágúst á síðasta ári.

Bolli er töluvert eldri en Inga María, en hann er fæddur árið 1951 og Inga 1971.

Mynd/Samsett

21 árs aldursmunur

Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir og kærastinn hennar Alexander, þekktur sem Lexi Blaze hafa verið saman í nokkurn tíma og virðast afar hrifin hvort að öðru.

Töluverður aldursmunur er á parinu, eða um tuttugu og eitt ár.

Mynd/Skjáskot

Átta ára aldursmunur

Leikaraparið Aldís Amah Hamilton og Kolbeinn Arnbjörnsson fundu ástina í faðmi hvers annars, en þau opinberuðu samband sitt fyrr á þessu ári.

Aldís og Kolbeinn léku í spennuþáttaröðinni Svörtu sandar sem voru sýndir á Stöð 2.

Kolbeinn er fæddur árið 1983 og Aldís 1991.

Mynd/Skjáskot

Tíu ára aldursmunur

Tíu ár skilja fyrverandi flugfreyjuna Brynju Nordquist og fjölmiðlamanninn Þórhall Gunnarsson að í aldri.

Brynja er eldri en Þórhallur og fædd árið 1953 en hann 1963.

Mynd/Skjáskot