Disney-leikarinn og unglingastjarnan Garrett Clayton ljóstraði því upp á Instagram á fimmtudaginn að kærastinn hans, Blake Knight, hefði borið upp bónorð á Íslandi fyrir ári. Með fylgir mynd af parinu við Jökulsárlón þar sem Knight er kominn niður á hné nánast ofan í vatninu. 

Kit Harington og Rose Leslie kynntust á Íslandi við tökur á Game of Thrones. Það hefur vafalaust verið fegurð Mývatns sem fékk þau til að vilja rugla saman reytum. Parið gifti sig svo í júní í fyrra í kastala í Skotlandi – en Skotland er svona nánast Ísland. Kvisast hefur að þau ætli sér að fjárfesta í húsi við Mývatn, staðnum þar sem ástin kviknaði – eitt það rómantískasta sem við á Lífinu höfum heyrt. 

Hjólabrettamaðurinn og Jack assmeðlimurinn Bam Margera gifti sig hér á landi árið 2013 en sú heppna var Nicole Boyd og eru þau enn gift, en það er nú ekki sjálfs a g t m á l í Hollywood. Fyrir t v e i m u r árum eignaðist parið sitt fyrsta barn. Bam hafði verið mikið á landinu fyrir brúðkaupið og fór mikinn á reykvíska djamminu. Frægt varð þegar hann var kýldur á Secret Solstice-hátíðinni og stuttu síðar fór Bam í meðferð enda átti hann í vandræðum með eiturlyf og áfengi – u m þetta var árið 2016 gerður þáttur þar sem raunveruleikaþáttalæknirinn Dr. Jenn reyndi að eiga við hjólabrettakappann og losa hann undan hæl fíkniefnadjöfulsins. Samkvæmt People Magazine fór Bam í meðferð síðastliðinn fimmtudag en skráði sig strax út aftur. Það er þó ekki bara hamingja sem fylgir ferðalögum til landsins. 

Tom Cruise og Katie Holmes ákváðu að skilja þegar þau voru stödd hér á landi á meðan Tom Cruise tók upp kvikmyndina Oblivion. Charlie Sheen gifti sig ekki á Íslandi en hann skellti samt í tíst þegar hann var staddur hér á landi þar sem hann sagðist hafa gift sig í Höfða. Síðar sagði hann „allt í djóki“ og að tístinu hafi verið ætlað að sjokkera fyrrverandi konur og kærustur. Takk fyrir ekkert, Sheen. 

View this post on Instagram

It’s been 1 year since @hrhblakeknight asked me to marry him in Iceland on the most beautiful trip and the most beaufitul day of my life to date. I’ll never forget your face in that moment when you got down on one knee. Love, nervous, and excited (Obv, I was going to say yes) all rolled into the love of my life. Everyday with you is filled with joy and laughter. (even when we get heated every night over who has to get out of bed to turn off the hall light). . . 8 years! In a little over a month it’ll be 8 years together. Those being packed full of ups and downs. (90% ups) I’ll always be thankful that you walked into my 24 hour resturant when I first moved to LA. I was a waiter aspiring to be an actor. You were an assistant aspiring to be a writer. Now look at us! Living the dream together. Finding the strength in our unity with the loss of Orion. To finding out on my birthday in the dirty parking lot behind the resturant I worked at (at that time) that I lost my first big job / cut to you holding me later that night whipping away my tears and telling me it was only the beginning. You’ve never faltered in being a supportive, loving, stubborn, sensitive rock in my life. Here’s to another 100 years of traveling the world, stealing your socks and loving our babies, whether their dog babies or actual babies. I’ll love you forever. Happy anniversary, my darling. . (P.s. I’m getting my scarf out of my face in the engagement photo. Not clutching my pearls)

A post shared by Garrett Clayton (@garrettclayton1) on