Lífið

Ástfanginn Bieber

Kossamyndir af söngvaranum Justin Bieber og fyrirsætunni Haily Baldwin eru í öllum helstu fjölmiðlum heims.

Fyrirsætan og kærasta Justin Bieber, Haily Baldwin er 21 árs dóttir leikarans Stephen Baldwin. Parið virðist vera bálskotið hvort í öðru. Fréttablaðið/Getty

Íslandsvinurinn Justin Bieber hefur undanfarið sést mikið með fyrirsætunni Haily Baldwin og svo virðist sem að þau geti ekki hvort af öðru séð ef marka má myndir sem birst hafa af þeim í fjölmiðlum síðustu vikur. Parið sást saman á Maimi þar sem ljósmyndarar náðu myndum af þeim á leið í sólbað, skömmu síðar sáust þau í New York þar sem þau létu vel hvort af öðru.

Söngvarinn og fyrirsætan eiga sér fortíð en þau voru að hittast árið 2015, þá flosnaði upp úr sambandinu þar sem Bieber var mjög upptekinn en vinskapurinn hélt alla tíð og nú virðist ástin hafa blossað upp á ný. 

Parið er ófeimið við að láta vel hvort af öðru eins og sést á myndbandi sem er í dreifingu á netinu, en þar sést til þeirra í innilegum faðmlögum og miklu kossaflensi á Brooklyn brúnni. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tíska

Hanna flíkur úr ó­nýttum efna­lagerum

Helgarblaðið

Eftir hundrað ár munu fleiri leika sér

Helgarblaðið

Leyndarmál íslenskrar listasögu

Auglýsing

Nýjast

Hatari er viðvörun

Líkt við Gaultier og Galliano

Í­huguðu nánast alla leikara í Hollywood fyrir Titanic

Erna komst inn í einn virtasta lista­há­skóla Evrópu

Rosa­legt ferða­lag fíkilsins

Vargurinn sleppti heil­brigðum haferninum

Auglýsing