Ásgrímur Geir Logason, betur þekktur sem Ási, hlaðvarpsstjórnandi Betri helmingsins, fékk unnustu sína flugfreyjuna og einkaþjálfarann Söru Davíðsdóttur í þáttinn eftir fjölda áskorana í spjall um samband þeirra, stjúpmóðurhlutverkið og trúlofunina í París svo eitthvað sé nefnt.

„Þú ert svona væminn-rómantískur,“ segir Sara um Ása og nefnir bónorðið í París sem átti sér langan aðdraganda í leit að rétta staðnum.

Ási tekur undir orð Söru sem veit að hún er lítið fyrir athygli eins og bónorðið var sem átti sér stað í almenningsgarði í París. „Ég fann einhvern stað í enda garðsins og vippaði mér niður á skeljarnar, og þú bara já já já, upp upp,“ segir Ási um viðbrögð Söru sem samþykkti samt sem áður að giftast honum.

Dagurinn endaði síðan eins og draumi líkast fyrir Söru en turtildúfurnar fóru á tónleikum með Kiefer Sutherland, sem lék Jack Bauer eftirminnilega í þáttaröðinni 24, um kvöldið sem er nokkurs konar sameiningartákn þeirra að sögn Söru. „Mér fannst magnað að hitta einstakling, þig, sem elskar Jack Bauer jafn mikið og ég þar sem ég hef verið ástfangin af honum síðan ég var átta ára, hann er my secret lover, örugglega pínu skrítið svona ung,“ segir Sara og rifjar upp hversu flottur henni þótti hann vera á fyrrnefndum tónleikum.

Þáttinn í heild sinni má heyra hér að neðan: