Lífið

Astaxanthin minnkar bólgur og bætir þrek

KYNNING KeyNatura er líftæknifyrirtæki í Hafnarfirði sem sérhæfir sig í framleiðslu á Astaxanthin. Efnið er framleitt úr þörungum sem eru ræktaðir með nýrri tækni. Einungis eru notuð hráefni sem framleidd eru með ábyrgum hætti.

Astaxanthin er eitt af öflugustu andoxunarefnum náttúrunnar og hefur margvísleg áhrif á líkamann. Húð, vöðvar, liðbönd, augu og hjarta- og æðakerfi eru öll móttækileg fyrir Astaxanthin, sem gerir það einstaklega virkt meðal andoxunarefna.

Margir íþróttamenn nota Astaxanthin og sérstaklega þeir sem þurfa mikið úthald. Astaxanthin dregur úr frjálsum stakeindum og hraðar ferli líkamans til að jafna sig eftir mikið álag. Það dregur jafnframt úr framleiðslu á mjólkursýru sem minnkar þá vöðvaverki (harðsperrur).

Astaxanthin er líka frábært sem innri sólarvörn, þar sem það verndar húðina gegn útfjólubláum geislum sólarinnar. Astavörur eru ómissandi í sólarlandaferðina en margir hafa talað um að sólarexemið hafi horfið og hinn langþráði fallegi brúni litur loksins komið.

AstaLýsi

AstaLýsi frá KeyNatura er einstök blanda af íslensku Astaxan­thin og síldarlýsi. AstaLýsi er bragðgott og meinhollt en það inniheldur 2 mg af Astaxanthini, 900 mg af ómega-3 og 20 µg af D-vítamíni í hverri teskeið. Góð heilsuáhrif lýsis eru vel þekkt og nú er búið að bæta við hinu magnaða andoxunarefni Astaxanthin. 34 dagskammtar eru í flösku. AstaLýsi er nú fáanlegt í nýjum og stærri umbúðum eða í 170 ml flöskum sem koma í stað 100 ml sem voru á markaði. 100 ml flöskurnar verða ekki lengur fáanlegar.


Væntanlegt á markað eru Astaxan­thin belgir og einnig Astaxanthin í MCT olíu (kókosolíu) sem fengið hefur nafnið AstaFuel.

 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Raftónlist

Altern 8, Bjarki og Exos spila reif og „hardcor­e“ á Húrra

Lífið

Ef hugmynd gengur ekki upp gríp ég þá næstu

Lífið

Gaf verðlaunaféð til Barnaspítala Hringsins

Auglýsing

Nýjast

Lífið

Ástir með Ástu - Hlutverkaleikir, kynlífsklúbbar, orgíur og fleira

HM í Rússlandi 2018

Litaði hárið í fána­litunum fyrir HM

Menning

Platan Út­varp Satan sögð á­hrifa­rík og hættu­leg

Lífið

Ferlega flott á 144 milljónir

Fólk

Óteljandi gjafir regnsins

Fólk

Fever Dream er ýktari útgáfan af mér

Auglýsing