Söng­konan Heiða Ólafs­dóttir og hug­búnaðar­fræðingurinn Helgi Páll Helga­son gifta sig í dag. Heiða birtir til­finninga­þrungna færslu á Face­book þar sem hún kastar af­mælis­kveðjum á verðandi eigin­mann sinn, sem á af­mæli á þessum há­tíðis­degi.

„Það eru svo ó­tal­margar á­stærðu fyrir því að ég elska þennan dá­sam­lega mann minn og ég er alltaf jafn þakk­lát fyrir að við fundum hvort annað. Ég er sjúk­lega skotin í honum, svo ég tali nú að­eins um yfir­borðs­kennda hluti en hann er allt sem heillar mig, með ó­trú­lega fal­legt and­lit, ljós yfir­litum, há­vaxinn, axla­breiður og stór og sterkur,“ skrifar Heiða.

Hún segir síðan alla hina hlutina bætast við sem séu ekki svona yfir­borðs­kenndir. Segir Heiða að þegar hún hugsi um alla hans kosti stækki hjarta hennar marg­falt.

„Við eigum svo vel saman, hlægjum eins og vit­leysingar, elskum að upp­lifa og njóta og svona gæti ég lengi talið. Við eigum svo fal­leg líf saman og ég get ekki beðið eftir öllum árunum okkar þangað til við verðum eld­gömul og grá. Í dag tökum við síðan loka­skrefið í að sam­einast því í dag giftumst við. Ég hlakka til að vera góð við þig alla daga elsku fal­legi unnusti og verðandi eigin­maður. Elska þig af öllu hjarta.“