Kærustuparið Íris Tanja Flygenring og Elín Eyþórsdóttir hittust óvænt í London eftir að mikil seinkun varð á flugi Elínar til Portugal.

„Vegna mikillar seinkunar á flugi mínu á leið til Portúgal fékk ég óvæntan tíma með þessari í London. Hún er best,“ skrifar Elín í færslu á Instagram í dag.

Bersýnilega frábært tækifæri fyrir þær að njóta tímans saman, þar sem þær hafa verið mikið á ferð á flugi upp á síðkastið.

Íris vinnur sem flugfreyja og Elín Ey nýlega komin heim frá Ítalíu, eftir Eurovision ævintýrið mikla.

Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot

Íris birti mynd af sér þar sem hún nýtur veðurblíðunnar við sundlaugarbakka í London, ásamt því að fara á sýninguna Prima Facie, í Harold Pinter Theter. Leikkonan Jodie Comer fer með aðalhlutverkið í sýningunni, en flestir þekkja hana sem siðblinda leigumorðingjann, Villanella, í spennuþáttaröðinni Killing Eve.

Mynd/Skjáskot