Banda­ríski Óskars­verð­launa­leikarinn Morgan Freeman kom fram á Óskars­verð­launa­há­tíðinni í nótt og vakti það at­hygli margra að hann var með hanska á vinstri hönd en ekki þeirri hægri.

Freeman er orðinn 85 ára og er enn í fullu fjöri eftir tæp­lega 60 ára feril í Hollywood.

New York Post varpar ljósi á á­stæðu þess að Freeman var með hanska á há­tíðinni í frétt á vef sínum nú í morguns­árið.

Freeman lenti í al­var­legu um­ferðar­slysi árið 2008 þegar bif­reið hans fór út af hrað­braut í Mississippi og fór þrjár veltur. Um var að ræða nokkuð al­var­legt slys og slasaðist Freeman illa á vinstri hönd í slysinu.

Eftir slysið hefur Freeman notast við sér­staka gerð af hanska vegna tauga­skaða sem hann varð fyrir. Hanskinn stuðlar að auknu blóð­flæði fram í höndina og þá er hann sagður stuðla að betri hreyfi­getu en ella.

Freeman opnaði sig um af­leiðingar slyssins í við­tali við Peop­le árið 2010 og sagði þá að hreyfi­getan í höndinni hefði lítið lagast á þeim tveimur árum sem þá voru liðin frá slysinu.