Lífið

Ás­­­mundur Frið­riks­ og Helgi Seljan saman á skóla­bekk

Þing­maðurinn Ás­mundur Frið­riks­son og frétta­haukurinn Helgi Seljan eru báðir kunnugir sjó­mennsku og eru nú bekkjar­bræður í Slysa­varnar­skóla sjó­manna. Ás­mundur veit ekki hvort hann endi aftur á sjónum en vill þá vera við öllu búinn.

Helgi Seljan birti mynd af sér og bekkjarbróðurnum í Slysavarnaskólanum, þingmanninum Ásmundi Friðrikssyni, í morgun.

Helgi Seljan hefur í gegnum árin sótt sjóinn samhliða blaðamennskunni. Hann er í leyfi frá störfum hjá RÚV og stundar nú nám í Slysavarnarskóla sjómanna þar sem hann er í bekk með alþingismanninum Ásmundi Friðrikssyni.

Helgi upplýsti þetta á Twitter í morgun og birti mynd af þeim félögum með þessum orðum: „Við Ási erum bekkjarbræður í Slysavarnarskóla sjómanna!“ Ásmundur segir í samtali við Fréttablaðið að það fari afskaplega vel á með honum og Helga sem hann segir lengra kominn í slysavarnafræðunum.

„Hann er í endurmenntun en ég er á grunnnámskeiði,“ segir Ásmundur sem meðal annars stundaði netagerð og sjómennsku frá 1970–1972 og er vitaskuld sjómennskan í blóð borin eins og gengur og gerist með Eyjamenn.

„Þegar ég fór á sjóinn í sumar þá vantaði mig þetta,“ segir Ásmundur og bætir við að allir fái einu sinni undanþágu en það verði að „hafa þetta í lagi.“ Hann segist þó ekkert vita hvort hann muni leggja sjómennsku fyrir sig í framtíðinni. „En kannski gerist það og þá verð ég klár.“

Það er þó ekki aðeins sjómennskan sem tengir Ásmund og Helga þar sem þingmaðurinn fékkst við blaðamennsku um langt árabil auk þess sem hann ber sterkar taugar til heimasveitar Helga.

„Það fer mjög vel á með okkur enda ég á ættingja á Eskifirði sem mér þykir mjög vænt um,“ segir Ásmundur um enn einn snertiflötinn hjá þeim bekkjarfélögum en Helgi á rætur að rekja til Reyðarfjarðar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fjölmiðlar

Helgi Seljan í frí frá fréttum: „Hef bara gott af því“

Innlent

Berg­­steinn fór í Viku­­lokin með stuðningi Helga Seljan

Menning

Pönk­arar án kynnis: Helgi Seljan stakk af á sjóinn

Auglýsing

Nýjast

Getur ekki talið allar plöturnar

Fær innblástur úr listum og pólitík

Gefst ekki upp

Hann er algjör stuðpinni

Andorra - Ísland: „Þarf alltaf að vera fótbolti‘?“

Anita Hirleker og verslunin Fischer sigurvegarar

Auglýsing