Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sýndi frá óvissuferð sem hún fór í á samfélagsmiðlum sínum í gær.

Hún fór ásamt Alex Michael Green Svanssyni sem er betur þekktur undir nafninu, Alex from Iceland á Instagram.

Áslaug samþykkti að taka þátt í áskoruninni fyrir þáttaröð á Stöð 2.

Áslaug tók tvö æfingastökk áður en hún lét til skara skríða og stökkva fram af fossi í jökulkalt vatnið.

Fyrsta æfingastökkið var af bryggju í Reykjavíkurhöfn og næst stökk hún af varðskipinu Tý í sjóinn.

Myndir frá æfingunum,
Mynd/Samsett

„Stökk fram af fossi í dag í erfiðum aðstæðum og miklum kulda. Kynntist klettastökki með algjörum fagmönnum. Það er oft gott að finna hugrekkið sitt í nýjum aðstæðum.,“ skrifaði Áslaug Arna á Instagram í gær.

Útskrifaður áhugaklettastökkvari, skrifar Áslaug.
Mynd/Samsett

„Ég hugsaði alveg að hætta við ,“ skrifaði Áslaug Arna við myndbandið sem Davíð Goði tók af Áslaugu stökkva af fossabrúninni í gær.

Dagurinn endaði á huggulegheitum í Húsafelli.
Mynd/Samsett