Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir, vísinda-, iðnaðar- og ný­sköpunar­ráð­herra, hefur verið valin stjórn­mála­maður ársins af sam­tökunum One Young World. Ás­laug Arna er einn af fimm sem sam­tökin velja og segir í Face­book-færslu að það sé „ein­stak­lega gaman“ þegar tekið er eftir því utan Ís­lands hvað hún er að gera.

„Það er hvatning og skemmti­leg viður­kenning að vera ein af sigur­vegurum One Young World sem hvetur ungt fólk til dáða á ýmsum sviðum,“ segir Ás­laug Arna.

Í um­sögn sam­takanna um Ás­laugu Örnu er farið yfir feril hennar innan Sjálf­stæðis­flokksins en að­eins 24 ára gömul bauð hún sig fram sem ritara flokksins og var kjörin. Árið 2019 var hún skipuð dóms­mála­ráð­herra og var þá sú yngsta sem hafði tekið við því em­bætti.

Þá segir að allan hennar feril hafi hún lagt á­herslu á jafn­rétti kynja og hafi sem dæmi skipað tvo kven­kyns­hæsta­réttar­dómara og þannig tryggt í fyrsta sinn jöfn kynja­hlut­föll í dóm­stólnum.

Þá er fjallað um frum­vörp hennar um elti­hrella og staf­rænt kyn­ferðis­of­beldi sem voru sam­þykkt á meðan hún enn sat sem dóms­mála­ráð­herra.

Hægt er að kynna sér málið nánar hér að neðan.