Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráherra er spurð um jólin og hefðir í kringum hátíðina í nýjasta tölublaði Húsa og Híbýla. Hún segist vera hæfilega mikið jólabarn og óhrædd við að bregða út af vananum, þó það sé oftast hamborgarhryggur á Aðfangadagskvöld. Þá myndi hún halda jólin á Tælandi eða Suður Afríku ef hún ætti að velja annað en hefðbundin jól.

Að sögn Áslaugar fer aðfangadagur í að keyra út gjafir til vina og vandamanna og stoppa í kakó, smákökum og notalegu spjalli áður en fjölskyldan hittist á Æskuheimilinu í þeirra fínasta pússi: „Hlustum á klukkurnar hringja inn jólin. Þá borðum við mat og opnum pakka og tökum svo spil langt fram eftir nóttu,“ segir hún, en samveran er í uppáhaldi hjá Áslaugu yfir hátíðirnar.

Áslaug rifjar um eftirminnilegan atburð á jólum þegar hún gaf bróður sínum, Sigurbirni, stuttermabol í jólagjöf og hann gaf henni miða Cold-play tónleika í London. „Ég er enn að bæta það upp,“ segir hún.

Spurð hvað sé eftirminnilegasta jólagjöf sem henni hefur verið gefið, segir hún það vera jólaengill sem móðir hennar gaf henni síðustu jólin þeirra saman, en móðir Áslaugur lést langt fyrir aldur fram.

Þá virðist Áslaug lítið stressa sig fyrir jólunum og segir Sörur og kærleikskúlurnar koma henni í jólaskap.

Viðtalið má finna í heild sinni á vef Birtings.