Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir há­skóla-og vísinda­mála­ráð­herra á af­mæli í dag. Hún er 32 ára og segist í dag hafa gert það sem sér finnst skemmti­legast.

„Ég þakka fyrir hvert ár sem ég fæ. Í dag er ég 32 ára og ég gerði það sem mér finnst skemmti­legast,“ skrifar Ás­laug í ein­lægri færslu á Face­book síðu sinni.

„Sinnti bestu vinnunni, þar sem ég nýt þess að sinna verk­efnum hvers­dagsins og hitti vini og fjöl­skyldu að dags­verki loknu,“ skrifar ráð­herrann.

Hún þakkar fyrir fal­legar kveðjur, söng og hvatningu í sínum verk­efnum. Svo lætur hún fylgja með tvær myndir, eina af sér í út­varps­við­tali á Bylgjunni og eina með systur sinni.