Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-og vísindamálaráðherra á afmæli í dag. Hún er 32 ára og segist í dag hafa gert það sem sér finnst skemmtilegast.
„Ég þakka fyrir hvert ár sem ég fæ. Í dag er ég 32 ára og ég gerði það sem mér finnst skemmtilegast,“ skrifar Áslaug í einlægri færslu á Facebook síðu sinni.
„Sinnti bestu vinnunni, þar sem ég nýt þess að sinna verkefnum hversdagsins og hitti vini og fjölskyldu að dagsverki loknu,“ skrifar ráðherrann.
Hún þakkar fyrir fallegar kveðjur, söng og hvatningu í sínum verkefnum. Svo lætur hún fylgja með tvær myndir, eina af sér í útvarpsviðtali á Bylgjunni og eina með systur sinni.