Stór­leikarinn Ashton Kutcher birti til­finninga­þrungin skila­boð á Insta­gram síðu sinni þar sem hann ræddi um Black Lives Matter hreyfinguna. Leikarinn tók þátt í Blackout Tues­day í gær þar sem hann birti mynd af svörtum skjá til að sýna stuðning við hreyfinguna með undir­skriftinni Black Lives Matter eða líf svartra skipta máli.

Margir fylgj­enda hans hafa síðan brugðist við færslunni með því að skrifa All lives matter eða líf allra skiptir máli. Ashton sagði að fólkið sem skrifaði þetta ætti ekki að vera úti­lokað heldur frætt um á­standið.

For­réttinda­hópar stígi til hliðar

Hann greindi frá því að hann hafi út­skýrt þetta fyrir börnum sínum, og eigin­konu hans Milu Kunis, Wyatt, 5 ára, og Dimitri, 3 ára, áður en þau fóru að sofa. „Við Mila lesum alltaf bók fyrir börnin okkar áður en þau fara að sofa og oftast fær dóttir okkar að vera fyrst.“

Þetta kvöld hafi sonur þeirra mót­mælt en for­eldrarnir í­trekað að stelpur fengju að fara fyrst. Þegar sonurinn neitaði út­skýrði Ashton hvers vegna hlutunum væri hagað svona. „Ég spurði hann hvort hann vissi hvers vegna stelpur fengju að vera á undan mér og honum. Á­stæðan er að sums staðar fá stelpur ekki fara yfir höfuð, þess vegna fá þær að fara á undan mér og þér.“

Svört líf skipti engu máli

Það sama sé uppi á teningnum þegar kemur að Black Lives Matter hreyfingunni. „Það sem fólk sem skrifar „líf allra skiptir“ máli þarf að skilja er að fyrir ein­hverju fólki skipta svört líf engu máli.“ Ashton táraðist þegar hann út­skýrði að þrátt fyrir góðan á­setning væri rangt að segja All Lives Matter. „Muniði að fyrir ein­hverju fólki skipta svört líf engu máli,“ í­trekaði leikarinn.