Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður Fjölskylduhjálpar Íslands hefur sett raðhús sitt í Breiðholtinu á sölu. Heimilið hefur sterkan persónulegan blæ, er litríkt og vegleg húsgögnin njóta sín vel í rúmgóðu og björtu rýminu. 

Húsið er þriggja herbergja endaraðhús á einni hæð í Vesturberginu sem er gróin og róleg gata. Það er afgirt að framan,garðurinn er lokaður og með góðum palli. Því hefur verið vel viðhaldið í gegnum tíðina og mikið nostrað við það. 

Óskað er eftir 58.9 milljónum fyrir húsið. Áhugasamir geta kynnt sér málið frekar HÉR.