Lífið

Ásgerður Jóna vill 59 milljónir fyrir raðhúsið sitt

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands býr í huggulegu raðhúsi í Breiðholtinu. Heimilið er smekklegt og augljóst að þar býr fagurkeri með gott auga fyrir fallegum munum.

Raðhús Ásgerðar Jónu Flosadóttur í Breiðholtinu er komið á sölu. Heimilið hefur persónulegan blæ, er litríkt og hlaðið fjölskrúðugum skrautmunum úr ýmsum áttum. Fréttablaðið/Samsett mynd

Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður Fjölskylduhjálpar Íslands hefur sett raðhús sitt í Breiðholtinu á sölu. Heimilið hefur sterkan persónulegan blæ, er litríkt og vegleg húsgögnin njóta sín vel í rúmgóðu og björtu rýminu. 

Húsið er þriggja herbergja endaraðhús á einni hæð í Vesturberginu sem er gróin og róleg gata. Það er afgirt að framan,garðurinn er lokaður og með góðum palli. Því hefur verið vel viðhaldið í gegnum tíðina og mikið nostrað við það. 

Óskað er eftir 58.9 milljónum fyrir húsið. Áhugasamir geta kynnt sér málið frekar HÉR.

Ásgerður Jóna er augljóslega mikill fagurkeri eins og sjá má á fallega búnu heimili hennar. Fréttablaðið/Fasteignavefur
Íbúðin bæði er björt og opin, áður voru þrjú herbergi í húsinu sem er bara tvö í dag en einfalt er að bæta því aftur við. Fréttablaðið/Fasteignavefur
Stór spegill á eldhúsveggnum setur skemmtilegan svip og stækkar eldhúsið umtalsvert. Fréttablaðið/Fasteignavefur
Eldhúsinnréttingin er stílhrein með miklu skápaplássi og veglegri eyju á milli stofu og eldhúss. Fréttablaðið/Fasteignavefur
Baðherbergið er rúmgott og flísalagt í hólf og gólf. Fréttablaðið/Fasteignavefur
Hús Ásgerðar Jónu er endaraðhús í grónu hverfi í hjarta Breiðholts. Fréttablaðið/Fasteignavefur
Garðurinn er lokaður með góðum palli og tveimur stórum geymsluskúrum. Fréttablaðið/Fasteignavefur

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Bruggað vegna bjór­þorsta her­manna á Ís­landi

Lífið

Rocky Horror sýnt í desember

Lífið

Fyrsti íslenski vestrinn kominn

Auglýsing

Nýjast

Ný kitla staðfestir Game of Thrones í apríl

A Star Is Born vex í vinsældum á Íslandi

Þurfa ekki að hafa á­hyggjur af Gylfa Þór Sigurðs­syni

Gamall pistill eftir Stan Lee vekur athygli

Rollur heimsóttu heilsugæsluna á Eskifirði

Outlaw King: Hvað er satt og hvað er fært í stílinn

Auglýsing