Lífið

Ás­dís Rán setur Söru Heimis stólinn fyrir dyrnar

Eftir að hafa kallað sig IceQu­een í tvo ára­tugi hefur at­hafna­konan Ás­dís Rán Gunnars­dóttir tryggt sér einka­leyfi á nafninu IceQu­een eftir að hafa fengið sig full­sadda á til­raunum fólks til þess að nýta sér vöru­merki hennar í eigin þágu.

Ásdís Rán hefur fengið sig fullsadda á því að konur skreyti sig með IceQueen-fjöðrum hennar og hefur fengið einkaleyfi á nafninu. Mynd/Brynja Kristinsdóttir

Fyrirsætan og athafnakonan Ásdís Rán Gunnarsdóttir segist af illri nauðsyn hafa þurft að tryggja sér einkaleyfi á nafninu IceQueen, sem hún hefur notað í rúma tvo áratugi við meðal annars markaðssetningu á ýmsum varningi.

Ásdís Rán tilkynnti þetta á Facebook í dag þar sem hún segist hafa undanfarið hafa orðið vör við að „stúlkur hafa verið að nota nafnið“ og segir eina hafa verið sérlega freka til fjörsins. „Þar á meðal ein sem hefur verið iðin við að kalla sig Icequeen,“ skrifar Ásdís Rán og segir þessa konu nú vera byrjaða að kynna sína eigin hönnun undir nafninu Icequeen, eins og hún hafi gert með sínar vörur árum saman.

Sjá einnig: Ásdís Rán talar undir svartri rós

Ásdís Rán staðfestir í samtali við Fréttablaðið að þessi leyfislausa ísdrottning er fitnesskonan Sara Heimisdóttir. Hún býr í Bandaríkjunum en hjónaband hennar og vaxtaræktartröllsins Rich heitins Piana var á sínum tíma áberandi í fjölmiðlum á Íslandi.

Rich heitinn Piana og Sara Heimis á meðan allt lék í lyndi. Ásdís Rán er vægast sagt óhress með að Sara noti vörumerkið Icequeen og hefur því eignað sér það lögformlega.

„Mér finnst þetta virkilega leim og kjánalegt að einhver skuli gera svona og ekki getað fundið sitt eigið nafn og byggt það upp í staðinn fyrir að stela vörumerki sem ég hef lagt yfir 20 ára vinnu í,“ segir Ásdís Rán.

 Ásdís Rán segir jafnframt í tilkynningu sinni að sjálfsagt hafi margir talið hana eiga IceQueen sem skráð vörumerki en hinni hafi einhvern veginn ekki fundist hún þurfa „að sækja um það löglega þar sem ég bjóst ekki við því að einhver mundi reyna að nýta sér það eða koma sér á framfæri með svona þekktu og sérstöku nafni“ sem hún hafi átt og notað í yfir tuttugu ár og notað yfir margar vörulínur.

„En svona getur fólk verið ósvífið! Ég vil allavega koma þessu á framfæri og vil biðja þá sem eru að nýta sér nafnið á einhvern hátt að hætta því strax vinsamlegast,“ segir Ásdís Rán, nú löggildur eigandi vörumerkisins IceQueen.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Ás­dís Rán talar undir svartri rós

Lífið

Bóka­dómur: Elsk­endur í út­rýmingar­búðum

Lífið

Hundar skilja ótrúlega margt

Auglýsing

Nýjast

Veisla fyrir hamingjusama hunda

Brit gæðafóður fyrir kröfuharða hunda og ketti

Gott hundafóður skiptir öllu

Fiskeldi er sjálfbært og afturkræft

Qu­een-æðið hefur góð á­hrif á krakkana

Rekur sögur kvenna í þeirra eigin skóm

Auglýsing