Ás­dís Ol­sen, fjöl­miðla­kona og lífs­kúnstner, segist ekki kunna að rit­skoða sig og breyta sjálfri sér eftir á­liti annarra. Ás­dís er nýjasti gesturinn í hlað­varps­þætti Sölva Tryggva­sonar þar sem hún ræðir meðal annars það að þora að fara eigin leiðir.

„Ég er frekar opin­ská og hef til­hneigingu til að segja bara það sem ég er að hugsa og stundum finnst sumum það of mikið. Ég er kannski í grunninn stundum „nai­ve“ og það kemur fyrir að fólk í kringum mig segir að ég ætti að plotta meira og hugsa um það sem ég segi, en það er bara ekki ég. Ég verð alltaf sáttari og sáttari við að þora bara að vera alltaf ég sjálf og vera sama um hvað öðrum finnst. Ég hef ekkert að skammast mín fyrir og átta mig stundum ekki á því af hverju við getum ekki bara tjáð okkur meira og þorað að vera skrýtin í augum ein­hverra. Lík­lega kemur þetta líka auð­veldar þegar maður er búinn að fyrir­gefa sjálfum sér og öðrum og losa sig við skömm. Ef að það sem að maður segir truflar aðra mjög mikið hefur það yfir­leitt ekkert með mann sjálfan að gera.“

Klessti sjálf á vegg

Ás­dís hefur um ára­bil kennt nú­vitundar­hug­leiðslu og já­kvæða sál­fræði. Hún segir að það ferða­lag hafi byrjað eftir að hún klessti sjálf á vegg.

„Þetta ferða­lag byrjaði eigin­lega með því að ég fékk ofsa­kvíða­kast og þurfti að fara upp á bráða­mót­töku og hélt að ég væri að deyja. Þegar það kom svo í ljós að það var ekkert líkam­legt að mér, neyddist ég til að skoða hvað það væri í hugsunum mínum sem væri að valda því að tauga­kerfið færi í svona rosa­lega flækju. Á endanum varð það eigin­lega stærsta opin­berun lífs míns að sjá fyrir al­vöru þessi varnar­kerfi, þar sem hausinn á manni er að segja manni að maður sé í lífs­hættu í tíma og ó­tíma. Þegar ég fór svo á fullt í að læra um nú­vitund og hug­leiðslu áttaði ég mig á því að ég var búin að læra enda­laust af hlutum í öllu mínu námi, en ekki um minn eigin huga og hvernig hann starfar. Ég man að þegar ég byrjaði að læra þessa hluti hugsaði ég með mér að þetta ætti að vera kennt í grunn­skólum og að það væri galið að við færum í gegnum allt þetta nám án þess að læra um okkar eigin huga og hugsana­kerfi.”

Ásdís Olsen og Sölvi fara um víðan völl í viðtalinu.
Skjáskot úr þætti Sölva

Höfum villst af leið

Ás­dís segist mikið hafa velt því fyrir sér hvernig væri hægt að breyta því kerfi sem við höfum komið okkur upp og segist sann­færð um að það væri hægt að haga hlutunum öðru­vísi, okkur öllum til hags­bóta:

„Ég held að þetta ætti að vera ein­hvern vegin allt öðru­vísi og við höfum villst af leið. Mér finnst á­kveðin úr­kynjun vera í gangi af því að við erum komin svo langt frá því sem er eðli­legt. Það er ein­hver vinnu­markaður og vinnu­tími sem stjórnar lífum okkar. Dag­vistun snýst um hvað hentar vinnu­markaðnum, skóla­kerfið er hannað eftir því hve­nær for­eldrarnir eru í vinnu og svo fram­vegis. Ég er menntunar­fræðingur og hef í mörg ár verið mjög upp­tekin af upp­eldis- og fjöl­skyldu­málum. Það er aug­ljóst að við höfum upp til hópa of lítinn tíma til að vera frjáls og vera saman. Ég held að það sé á margan hátt stærsta verk­efnið okkar að skoða þetta og gera breytingar. Meira að segja þegar við horfum á öll heilsu­fars­vanda­málin og sál­ræn vanda­mál, þá er það bein­tengt því að við höfum ekki náð að sinna upp­eldis­málunum nógu vel. Það er mín skoðun að ef við myndum hlúa betur að barna­fjöl­skyldum og gefa meiri tíma til að sinna börnum betur og gefa þeim meiri tíma, þá værum við að leysa mikið af öðrum vanda­málum. En það er ekki hægt að vera einn eða ein í þessu og þess vegna þyrftum við að taka okkur saman um að gera breytingar.”

Allt aðrir tímar í dag

Ás­dís segir að við séum komin á árið 2023 og það sé rétt að byrja að skoða hvort við getum ekki tekið upp nýjar leiðir.

„Þróun mannsins og sam­fé­lagsins er komin miklu lengra og kerfin ættu að taka mið af því. For­eldrar mínir og for­eldrar þeirra voru í harðri lífs­bar­áttu og allir þurftu að standa sig bara til að upp­fylla grunn­þarfir. Þannig að það er ekki ó­eðli­legt að það hafi búið til hug­myndina um að standa sig borgara­lega og önnur gildi í þá hátt. Nú eru bara aðrir tímar, þar sem við eigum að vera komin með mögu­leika á að taka skref í þá átt að opin­bera okkur sjálf meira, fara eigin leiðir og hætta að láta óttann við grunn­þarfirnar stýra alltaf för. Auð­vitað þurfa margir góðan ramma og það er mikil­vægt að láta hlutina ekki bara vera ein­hvern vegin, en við erum komin á tíma þar sem gervi­greind er að fara að leysa gríðar­lega margt af hólmi. Þá hlýtur að vera eðli­legt að við skoðum að breyta sam­fé­lags­kerfum sem miðuðust við allt aðra tíma.“

Þáttinn með Ásdísi og alla aðra Podcastþætti Sölva Tryggvasonar má nálgast inni á: https://solvitryggva.is