Ása Helga Hjörleifsdóttir, leikstjóri kvikmyndarinnar Svar við bréfi Helgu, segir að viðbrögðin á frumsýningu hafi verið frábær, en komið henni á óvart að einhverju leyti.

„Hlegið og grátið. Hlegið meira en ég hélt en samt alveg á réttu stöðum,“ segir Ása og hlær.

Eldheit ástarsaga um ungan bónda sem verður ástfanginn af konu á næsta bæ.

„Mér þótti vænt um að fólk var að koma upp að mér. Ég held að fólk sjái þessa mynd og fari í sitt persónulega ferðalag því þetta er um hluti sem snerta marga.“

Ása er gestur í nýjasta þætti af Bíóbænum á Hringbraut, sem snýr aftur á dagskrá eftir sumarfrí. Þáttinn má sjá í heild sinni á vef Hringbrautar á kvöld en hér fyrir neðan má sjá stutta klippu úr viðtalinu.