Spilunar­listarnir eru vita­skuld jafn ó­líkir og þeir eru margir, en hjá þeim sem Frétta­blaðið fékk til þess að opin­bera Spoti­fy-bók­haldið eru þeir allir s­prúð­landi fjörugir.

Sjálfshatur og komplexar

Júlía Margrét Einarsdóttir, rithöfundur

Hlustað í 36.835 mínútur

Júlía Margrét hlustaði mest á titillag bókar sinnar, Guð leitar að Salóme.

„Titillagið úr bókinni minni Guð leitar að Salóme er þarna efst á blaði, en árið einkenndist af pæjulátum með Ariönu Grande, sjálfshatri með James Blake og Matt Beringer, og Jesúkomplexum Kanye West þegar mig vantaði pepp. Rappdrottning Íslands Alvia og RnB-snáðinn Logi Pedro gera líka allt betra, en annars átti Lana Del Rey árið fyrir mér og hjarta mitt alla daga.“

Topp 10 hjá Júlíu Margréti

 • Cuccurucucu Paloma - Gaby Moreno
 • Jail - Kanye West
 • Dúfan mín - Logi Pedro og Birnir
 • This Mess We’re in - PJ Harvey og Thom Yorke
 • The night of Santiago - Bill Call­ahan og Bonnie Prince Billie
 • 7 Rings - Ariana Grande
 • Life is not the same- James Blake
 • Fucked up - Alvia Islandia
 • White dress- Lana del Rey
 • One more second - Matt Beringer

Sofið með Spotify

Jakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður

Hlustað í 44.569 mínútur

Jakobi finnst gott að svífa inn í draumaheiminn á vængjum Spotify.

„Ókei, en þarna er þetta sem sagt fyrirliggjandi. Bob Dylan er fyrirferðarmikill annars, efstur á blaði yfir þá tónlistarmenn sem ég hlustaði á þetta árið. Og reyndar mörg önnur. Annars er þetta að mestu leyti poppgrautur frá hippatímanum, sýnist mér,“ segir Jakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður og rythmagítarleikari hinnar fornfrægu hljómsveitar Kátir piltar.

„Jón Óskar vinur minn, sem er rokkhundur inn að beini, telur lagalistann minn heldur værðarlegan, en þannig er að ég nota Spotify til að svæfa mig. Þannig að playlistinn minn gefur það til kynna að tónlistarsmekkur minn sé rólegri en raunverulega er. Þetta er kyrrðarstund.

Stefán Snær bróðir minn, sem er gríðarlegur tónlistargrúskari, heldur því fram að ég hafi hætt að hlusta á tónlist eftir tvítugt og byggi bara á þeim banka sem ég kom mér upp fyrir þann aldur. Þetta er ágæt kenning og ég get varla þrætt fyrir þetta.

Ég ætla ekkert að vanda mig við afsaka tónlistarsmekkinn sem sjálfsagt mætti vera meira hipp og kúl. En verð þó að geta þess að hin gríðarlega mikla hlustun skýrist af því að ég kunni ekki að stilla á stopp eftir tiltekinn tíma þannig að lengi vel árs meðan ég var grjótsofandi þá mallaði þetta út nóttina.“

Topp 5 hjá Jakobi Bjarnari

 • America - Simon&Garfunkel
 • Give Me Love (Give Me Peace On Earth) - George Harrison
 • I Want You - Bob Dylan
 • God Only Knows - The Beach Boys
 • Summer Breeze - Seals and Crofts

Sein á Bríetarvagninn

Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir grínisti

Hlustað í 71.703 mínútur

Hekla var sein á Bríetarvagninn

„Þetta segir eftirfarandi um mig: Ég var ansi sein upp í Bríetarvagninn en nú þegar ég er komin um borð vil ég aldrei út. Sjálfseyðingarhvötin mín hlýtur að hafa náð sögulegu hámarki í ár því ég leyfði James Blake að mölbrjóta í mér hjartað aftur og aftur og aftur,“ segir Hekla Elísabet grínisti.

„R&B drottningar eiga hug minn allan. Gellur eru bestar, það þarf ekkert að fjölyrða um það. Tónlistarmaðurinn Dev Hynes (Blood Orange) býr leigufrítt í hjarta mínu og á þessum lista ár eftir ár. Ég er meira að segja í Blood Orange bolnum mínum núna.“

Topp 10 hjá Heklu

 • Draumaland - Bríet
 • Coming back - James Blake, SZA
 • Good days - SZA
 • Say what you will - James Blake
 • Sólblóm - Bríet
 • Dark & Handsome - Blood Orange, Toro y Moi
 • Ungodly Hour - Chloe x Halle
 • Show Me - James Blake, Monica Martin
 • Fimm - Bríet
 • The Lay Down - Shelley FKA DRAM, H.E.R., WATT

Staðfasti Duran-maðurinn

Friðrik Jónsson, formaður BHM

Hlustað í 10.650 mínútur

Friðrik fyllir stolltur flokks þess 1% sem hlustar mest á Duran Duran á heimsvísu.
Mynd/Tryggvi Már Gunnarsson

„Spotify-uppgjörið mitt endurspeglar annars vegar 40 ára ástarsamband mitt við Duran Duran, en ég tilheyri 1% hópnum sem hlustar mest á Duran á Spotify,“ segir Friðrik Jónsson, formaður BHM, sem má teljast einn staðfast­asti Duran Duran-aðdáandinn á heimsvísu.

„Hins vegar eru augljós áhrif af þeirri tónlist sem við í hljómsveitinni Friðrik & félagar höfum verið að spila,“ segir Friðrik og bætir við fullur hógværðar að nafn sveitarinnar endurspegli auðmýkt hans og hógværð ágætlega.

„Hluti af því að æfa lögin er að syngja með þessum lögum hástöfum í bílnum, á kontórnum og jafnvel úti í göngu með hundana. Skal viðurkenna að ég hef stundum gleymt mér aðeins með heyrnartólin og sungið aðeins of hátt á Ægisíðunni öðrum vegfarendum og voffunum mínum til mismikillar ánægju.“

Topp 5 hjá Friðriki

 • You do Something to me Paul Weller
 • Feel like makin’ love Bad Company
 • Ain‘t no sunshine Bill Withers
 • Ordinary World Duran Duran
 • Waterloo Sunset Kinks

Topp 5 með Duran Duran

 • Ordinary World
 • Planet Earth
 • Hungry like the wolf
 • My own way
 • Late Bar

Sjálfsbjargarstreymi

Una Stef, söngkona

Hlustað í 23. 826 mínútur

Una kemst í góðan fílíng þ

„Þetta er rosa mikið feelgood soul tónlist, sjálfsbjargarviðleitnin að „kicka“ inn og lagið númer eitt er mesta pepp-lag allra tíma. Þetta er svokallað self-care wrapped,“ segir söngkonan Una Stef.

„Svolítið margir þarna sem voru í fyrra líka. Ég þarf klárlega aðeins að fara að víkka út. Svo er Víkingur Heiðar svolítið „random“ þarna inni, en ég var að reyna að læra lagið á píanó. Hann kom mest á óvart en er mjög velkominn.“

Topp 10 hjá Unu

 • Golden - Cory Wong, Cody Fry
 • How Deep Is Your Love - PJ Morton feat. Yebba
 • Hideaway - Jacob Collier
 • Bruyéres (Home Session) - Víkingur Ólafsson
 • Baby This Love I Have - Minnie Riperton
 • Weird Fishes - Lianne La Havas
 • Say So - PJ Morton
 • I'm Back For More - Al Johnson, Jean Carn
 • I Love Every Little Thing About You - Syreeta
 • Happy Days - Cory Henry and The Funk Apostles

Staðalímynd af sjálfum sér

Daníel E. Arnarsson,framkvæmdastjóri Samtakanna '78

Hlustað í 15.735 mínútur

Daníel er einn fárra sem notar Youtube Music meira en Spotify.
Mynd/Aðsend

„Ég er einn af þessum örfáu sem nota Youtube Music meira en Spotify, þess vegna eru mínúturnar mun færri en raun ber vitni. Þó tel ég að þessi listi gefi mjög raunhæfa mynd af tónlistarsmekk mínum.

Ég er reglulega hafður að skotspæni fyrir tónlistarsmekk minn en ég er stoltur Eurovision-popp-diskó-maður og nýt minnar tónlistar í botn. Maður er bara eins og maður er og stundum er það staðalímynd af sjálfum sér.“

Topp 5 hjá Daníel

 • Esjan - Bríet
 • La Forza - Elina Nechayeva
 • Husavik - My Marianne
 • Caruso - Lara Fabian
 • Tout l'univers - Gjon's Tears
 • Last Dance - Donna Summer
 • Sama hvar þú ert - Páll Óskar
 • Feels Like I'm in Love - Kelly Marie
 • Don't Leave Me This Way - Thelma Houston
 • The Way It Is - Bruce Hornsby