Varaborgarfulltrúinn og myndlistarmaðurinn Aron Leví Beck og tónlistarkonan Karitas Harpa Davíðsdóttir hafa eignast nýja dóttur, sitt þriðja barn saman. Þetta tilkynnir Aron í fallegri Facebook færslu.
„Í gær eignuðumst við Karitas Harpa Davíðsdóttir þriðja barnið okkar. Hún var 14 merkur og fæddist klukkan 15:35. Fæðingin gekk vel, eftirmálar voru hinsvegar ögn flóknari og vegna blóðmissis (hjá Karitas) þurftum við að dvelja á LSH í nótt,“ skrifar Aron.
Þau komu heim í dag og segir Aron að þau séu í skýjunum yfir litla ljósinu. „Sjáum hvort bræður hennar verða jafn glaðir með hana og við þegar þeir koma heim,“ skrifar hinn hamingjusami Aron að lokum.
Í gær eignuðumst við Karitas Harpa Davíðsdóttir þriðja barnið okkar. Hún var 14 merkur og fæddist klukkan 15:35....
Posted by Aron Leví Beck on Wednesday, 20 January 2021