Söng­konan Karitas Harpa og vara­borgar­full­trúinn Aron Leví Beck eiga von á sínu öðru barni saman. Þetta til­kynntu þau í skemmti­legri Face­book færslu sem fjöl­skyldan birti nú rétt í þessu.

Söng­konuna þarf vart að kynna en hún gerði garðinn frægan þegar hún sigraði söng­keppnina The Voice. Þá tók hún einnig þátt í Söngva­keppninni með söng­hópnum Fókus. Aron Leví hefur verið vara­borgar­full­trúi fyrir Sam­fylkinguna síðan í maí árið 2018.

„Heyrðu það gleymdist víst að láta vita. Við verðum fimm í janúar!“ skrifar Aron í þessari skemmti­legu færslu.