Aron Einar Gunnars­son, fyrir­liði ís­lenska karla­lands­liðsins í fót­bolta, stappar stálinu í ís­lensku þjóðina á erfiðum tímum en hann á skila­boð dagsins á Face­book síðu KSÍ.

„Jæja, Aron Einar heilsar hér frá Katar. Koma með stutt skila­boð. Hvetja ykkur iðk­endur sem og bara alla Ís­lendinga að muna eftir því að hreyfa sig, þó ekki sé nema bara tíu mínútna göngu­túr, hreinsa hausinn og fá sér ferskt loft,“ segir fyrir­liðinn knái.

„Það er gífur­lega mikil­vægt á þessum tímum sem við erum að ganga í gegnum. Þetta eru erfiðir tímar og þá er mikil­vægt að hugsa um líkamann á sér og sjálfan sig.“