Árný Fjóla Ás­munds­dóttir úr Gagna­magninu hefur greinst með CO­VID-19 en hún greindi frá þessu á Insta­gram síðu sinni í kvöld.

„Endum þetta ævin­týri á einu hressu co­vid smiti í við­bót! Þessi ó­létta og bólu­setta kona var greind með co­vid í dag. Eftir að prófið mitt týndist á flug­vellinum í gær brunaði ég í annað í morgun. Ég er samt drullu­hress og ein­kenna­laus. Förum var­lega og verum góð við hvort annað. Ást og fiður.“ segir Árný.

Hún er því sú þriðja úr Euro­vision­hóp Ís­lands til að greinast með veiruna en áður hafa tveir greinst úr hópnum, þar á meðal Jóhann Sigurður Jóhanns­­son. Árný Fjóla kom heim til Ís­lands í gær á­samt kærasta sínum Daða Frey og öðrum með­limum ís­lensku sendi­nefndarinnar að undan­skildum þeim sem smituðust úti í Rotter­dam sem dvelja þar enn í sótt­kví.